spot_img
HomeFréttirMikil pressa á Valencia að framlengja við Jón Arnór

Mikil pressa á Valencia að framlengja við Jón Arnór

 

Pressa hleðst þú á forráðamenn Valencia liðsins að semja áfram við Íþróttamann ársins, Jón Arnór Stefánsson. Liðið hefur nú leikið 14 leiki í öllum keppnum (ACB og Eurocup) og ekki tapað einum einasta leik þó svo að tæpt hafi það verið í það minnsta í einum þeirra.  Jón hefur verið að spila mjög vel með liðinu og sem fyrr segir pressa úr öllum áttum að framlengja samninginn í það minnsta út tímabilið. 

 

Nú fyrir skömmu gerðu stuðningsmenn skilti á einum leik liðsins (sjá mynd) þar sem forráðamenn liðsins eru hvattir til að semja áfram við kappann.  Bæði í prentuðum og netmiðlum í Valencia  eru stuðningsmenn og blaðamenn að furða sig á því afhverju sé ekki búið fyrir löngu að ganga frá áframhaldandi samningi við Jón Arnór. 

 

"Já miðað við þetta skilti þá hafa stuðningsmenn allavega talað sínu máli. En þetta ætti að koma í ljós vonandi fljótlega." sagði Jón í snörpu viðtali eftir leik sinn gegn Zaragoza í gærkvöldi.  Samningur Jóns við Valencia gildir til 17. desember.   Frakkinn Antoine Diot sem var meiddur og Jón Arnór kom í raun til að leysa af hólmi er komin tilbaka úr meiðslum. Hvort það komi til með að hafa áhrif á eftir að koma í ljós. 

 


Myndir/Valenica Basket:  Jón Arnór í leiknum í gær gegn CAI Zaragoza / Mynd af heimaleik þar sem stuðningsmenn biðla til forraðamanna Valencia. 

Fréttir
- Auglýsing -