Álftanes hefur framlengt samningi sínum við miðherjann David Okeke fyrir komandi tímabil í Bónus deild karla. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.
David er ítalskur miðherji sem upphaflega kom fyrir fjórum til að leika fyrir Keflavík, síðan þá hefur hann einnig leikið fyrir Hauka og síðast Álftanes. Í 29 leikjum með Álftanesi á síðustu leiktíð skilaði David 19 stigum og 8 fráköstum að meðaltali í leik.