Evrópumeistarar félagsliða, Barcelona, verða án Pete Mickeal næstu tvær vikurnar eða svo vegna meiðsla leikmannsins í hné. Var það ákvörðun félagsins að hvíla þennan öfluga Bandaríkjamann sem hefur farið mikinn á sínum tveimur árum í Katalóníu á Spáni.
Í fjórum meistaradeildarleikjum hefur Mickeal verið með 14 stig og 4,5 fráköst að meðaltali í leik þetta tímabilið en hann var einn af lykilmönnum liðsins sem rúllaði upp meistaradeildinni í fyrra.