KR hefur samið við Michaela Porter um að leika með liðinu á komandi tímabili í fyrstu deild kvenna.
Michaela er 24 ára, 180 cm bandarískur framherji sem kemur til liðsins frá Quinta dos Lombos í Portúgal, en þar skilaði hún 15 stigum og 9 fráköstum að meðaltali í leik. Þar áður lék hún með Appalachian State í bandaríska háskólaboltanum og var þar í byrjunarliði seinni tvö árin af þremur.
Hörður Unnsteinsson, þjálfari KR “Ég er gríðarlega ánægður að fá Michaelu til liðs við okkur. Ég vildi reyna fá fjölhæfan leikmann til okkar sem gæti spilað margar stöður og ég tel okkur hafa fengið það í henni. Hún er hávaxinn og sterkur framherji með hæfileika og vopnabúr bakvarðar, getur frákastað og skotið boltanum vel og var valin í varnarlið ársins í Sun Belt deildinni síðustu tvö árin sín í háskóla. Hún átti svo frábært fyrsta pro tímabil í Portúgal í fyrra og við erum í raun að fá hana á fullkomnum tíma á hennar ferli. Ég hlakka mikið til samstarfsins með henni og er handviss um að hún smelli vel inn í okkar unga og efnilega hóp.”