spot_img
HomeFréttirMichael: Leikmenn Snæfells verða tilbúnir

Michael: Leikmenn Snæfells verða tilbúnir

16:00

{mosimage}
(Michael Piloz)

Michael Piloz hefur unnið mikið með Geoff Kotila, Piloz hefur verði framkvæmdastjóri Bakken bears í mörg ár og því unnið marga titla þar með Kotila.

Hann hafði þetta að segja um hann.

,,Kotila hefur mikla reynslu af úrslitaleikjum. Frá því hann kom fyrst til Danmerkur hefur hann verið í úrslitaleikjum, þá stýrði hann liði sínu Horsens IC til sigurs á Skovbakken í dönsku bikarkeppninni. Horsens IC varð svo danskur meistari 1998 og hann vann 4 Danmerkurmeistaratitla og fjóra bikartitla með Bakken beras – á fjórum árum.

Ef ég þekki Kotila rétt þá mun hann láta lið sitt byrja leikinn á öruggum nótum, svo liðið komist yfir stressið sem fylgir svona leikjum. Kotila er ótrúlega duglegur þjálfari sem hefur hæfileika til að undirbúa leikmenn sína svo þeir toppi á réttum tíma.

Ég hugsa þó að það sé ekkert verra fyrir Kotila en að mæta liði í botnbaráttunni. Öll pressan er á „Coach K” og liðið hans en með óvenju nákvæmum undirbúningi sem leikmenn Snæfells fá fyrir þennan leik þá verða þeir tilbúnir frá upphafi leiks.”

Þetta er það sem Flemming Stie sagði um Geoff Kotila:

[email protected]

Mynd: bakkenbears.com       

Fréttir
- Auglýsing -