Goðsögnin Michael Jordan hefur loks gefið eftir og kemur nú fram á forsíðu tölvuleiks og er það enginn annar en 2K11 körfuboltaleikurinn. Í leiknum verður hægt að bæta Jordan við sem leikmanni í sínu liði, þ.e.a.s. ef þeir sem spila leikinn geta framkvæmt nokkur af frægustu tilþrifum leikmannsins með stýripinnanum.
,,Mikið af þessum ungu krökkum sem spila leikina í dag sáu mig aldrei spila körfubolta, hugsanlega muna einhver þeirra eftir mér úr Space Jam myndinni en ekki sem leikmanni,“ sagði Jordan og bætti við að nú væri kjörið tækifæri fyrir yngri kynslóðir til að kynnast honum sem leikmanni.
Leikurinn kom út í Bandaríkjunum á þriðjudag en hægt er að lesa hér nánar um útgáfu tölvuleiksins og þátttöku Jordans í leiknum