spot_img
HomeFréttirMiami skellti New Jersey

Miami skellti New Jersey

 
Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem Miami Heat rassskelltu New Jersey Nets og færðu þeim þar með sinn fyrsta ósigur í deildinni. Leikurinn fór fram á heimavelli Nets, Prudential Center í Newark, þar sem lokatölur voru 78-101 Heat í vil. Heat byrjaði leikinn 15-4 og litu aldrei til baka eftir það.
LeBron James var stigahæstur hjá Heat með 20 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar en hjá New Jersey var miðherjinn Brook Lopez atkvæðamestur með 20 stig og 5 fráköst.
 
Önnur úrslit næturinnar:
 
LA Clippers 83-99 Dallas
Oklahoma 99-120 Utah
LA Lakers 107-83 Golden State
 
Fréttir
- Auglýsing -