spot_img
HomeFréttirMiami og Memphis taka 3-1 forystu

Miami og Memphis taka 3-1 forystu

Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt. Miami Heat burstuðu Chicago Bulls á þeirra eigin heimavelli og tóku 3-1 forystu og Memphis Grizzlies fóru í 3-1 gegn Oklahoma City Thunder en öllu meiri spenna var í þeirri viðureign.
 
Chicago 65-88 Miami (Miami leiðir 3-1)
LeBron James fór fyrir Miami með 27 stig, 7 fráköst og 8 stoðsendingar en Dwyane Wade hafði nokkuð hægt um sig og gerði 6 stig. Hjá Bulls var Carlos Boozer atkvæðamestur með 14 stig og 12 fráköst. Luol Deng lék ekki með Bulls sökum veikinda. Þá settu Bulls vafasamt félagsmet í leiknum þar sem þeir gerðu aðeins níu stig í þriðja leikhluta. Þá mætti alveg athuga stöðu mála með LeBron James, búinn að leika 164 mínútur í seríunni gegn Bulls og aðeins fengið dæmdar á sig þrjár villur, það er í besta falli brandari!
 
Memphis 103-97 Oklahoma (framlengt) (Memphis leiðir 3-1)
Þrír liðsmenn Memphis gerðu 23 stig eða meira í leiknum, atkvæðamestur með 24 stig var Mike Conley með 24 stig, 3 fráköst og 5 stoðsendingar. Kevin Durant var stigahæstur í liði Oklahoma með 27 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar. Þá kom Kevin Martin inn af bekknum með 18 stig og 5 fráköst. Framlengja varð leikinn og vann Memphis framlenginguna 9-3.
 
Tilþrif næturinnar:
  
Fréttir
- Auglýsing -