Mikið var um að vera í NBA deildinni í nótt en alls 13 leikir voru spilaðir þar sem Miami Heat náði að landa sínum fyrsta sigri eftir að hafa opnað leiktíðina með tapi gegn Boston Celtics. Miami lagði Philadelphia 76ers á útivelli 87-97 þar sem Dwyane Wade rak af sér slyðruorðið úr fyrsta leiknum og setti 30 stig.
Wade var einnig með 7 fráköst og 4 stoðsendingar í leiknum, James Jones kom næstur í liði Heat með 20 stig og LeBron James gerði 16 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 6 fráköst en var enn á ný að glutra boltanum frá sér rétt eins og í leiknum gegn Celtics en í nótt tapaði hann 9 boltum. Hjá 76ers var nýliðinn Evan Turner stigahæstur með 16 stig en hann var ekki í byrjunarliði 76ers í nótt.
Önnur úrslit næturinnar:
Cleveland 95-87 Boston
New Jersey 101-98 Detroit
Toronto 93-98 New York
Memphis 104-119 Atlanta
Minnesota 116-117 Sacramento
New Orleans 95-91 Milwaukee
Oklahoma 106-95 Chicago
Dallas 101-86 Charlotte
San Antonio 122-109 Indiana
Denver 110-88 Utah
Golden State 132-128 Houston
LA Clippers 88-98 Portland
Ljósmynd/ Dwyane Wade gerði 30 stig í liði Heat í nótt.