Keflvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir 19 ára glæstan feril sem leikmaður. Magnús lék lengst af með Keflavík, en þó spilaði hann einnig með Njarðvík, Aabyhøj í Danmörku, Grindavík og nú síðast Skallagrím. Samkvæmt Magnúsi er ferillinn á enda, en hann kveðst þó ætla að æfa með 1. flokki Keflavíkur á komandi tímbili. Magnús var á sínum tíma fyrirliði margfalds meistaraliðs Keflavíkur, en hann vann í heildina 3 bikarmeistaratitla og 5 Íslandsmeistaratitla með félaginu.
Þá lék Magnús einnig 76 landsleiki fyrir Íslands hönd og var á sínum tíma einnig fyrirliði þess liðs.
Ljóst er að mikil eftirsjá verður af Magnúsi af hinu stóra sviði íslensks körfubolta, en Karfan.is vill nota tækifærið og þakka honum opinberlega fyrir öll árin og óska velfarnaðar í því sem hann ákveður að taka sér fyrir hendur í framtíðinni.
Hérna er hlekkur á Podcast Karfan.is spjall við Magnús um ferilinn
Fyrir tveimur árum kusu stuðningsmenn Keflavíkur Magnús í sitt besta byrjunarlið