spot_img
HomeFréttirMexíkóar skoruðu 100 gegn Bandaríkjamönnum

Mexíkóar skoruðu 100 gegn Bandaríkjamönnum

9:13

{mosimage}

Í fyrsta skipti á Ameríkumótinu þetta árið skoruðu andstæðingar Bandaríkjamanna 100 stig eða meira í gær. Þetta gerðu Mexíkóar en þeir skoruðu 100 stig gegn 127 stigum Bandaríkjamanna í fyrstu umferð 8 liða úrslitanna. Carmelo Anthony heldur enn áfram að leiða stigaskor Bandaríkjamanna en í gær skoraði hann 28 stig og var Kobe Bryant næstur á eftir honum með 21 stig. Fyrir Mexíkóa skoraði Romel Beck 20 stig.

 

Argentínumenn halda einnig áfram sigurgöngu sinni og sigruðu Venezuela 98-63. Roman Gonzalez skoraði mest fyrir Argentínu eða 21 stig en fyrir Venezuela skoraði Carlos Cedeno 15 stig. 

Þá sigraði Kanada Uruguay 95-88. Jesse Young skoraði 22 stig fyrri Kanada en fyrir Uruguay skoruðu Nicolas Mazzarino og Leandro Garcia Morales 17 stig hvor. 

Fjórði leikur gærdagsins var svo leikur Puerto Rico og Brasilíumanna en Puerto Rico sigraði 97-75. Leandrinho Barbosa skoraði 34 stig fyrir Brasilíumenn Elias Ayuso 24 fyrir Puerto Rico. 

Í dag fara fram 4 leikir. 

Venezuela – Uruguay

Kanada – Argentína

Mexíkó – Brasilía

Puerto Rico – Bandaríkin 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -