Þá er sjö umferðum lokið í Iceland Express deild karla og því 15 stykki til skiptanna á venjulegri leiktíð. Að loknum sjö umferðum eru það meistarar Snæfells og Grindavík sem tróna á toppi deildarinnar bæði lið með 12 stig. Eini tapleikur Snæfells til þessa er gegn Njarðvíkingum í Ljónagryfjunni og eini tapleikur Grindvíkinga er gegn Snæfell í Stykkishólmi en þar léku þeir án kana þar sem Dre Smith hélt heim skömmu fyrir leik af persónulegum ástæðum. Nýr maður er nú kominn í hans stað sem þegar hefur leikið sinn fyrsta leik og heitir Jeremy Kelly.
Stöðutaflan:


Hólmarar eru á besta rólinu í deildinni um þessar mundir og búnir að vinna fjóra leiki í röð en á hinum endanum eru það Njarðvík og KFÍ sem tapað hafa síðustu fjórum deildarleikjum í röð. Keflvíkingar eru vaknaðir eftir erfiða byrjun og hafa unnið þrjá leiki í röð en Tindastólsmenn hafa tekið við sér með nýjum leikmönnum og unnið síðustu tvo deildarleiki og Hayward Fain fer sem eldur í sinu um íslensku deildina og má sjá hann bjóða upp ansi magnaða troðslu hér í leik gegn Hamri.
Hæstu gildi: (Hæsta skor í hverjum tölfræði þætti)
Stig:
Semaj Inge – 40 stig gegn Grindavík 24. október
Lazar Trifunovic – 36 stig gegn Fjölni 11. nóvember
Pavel Ermolinskij – 35 stig gegn Njarðvík 12. nóvember
Stoðsendingar:
Hörður Axel Vilhjálmsson – 15 stoðsendingar gegn Haukum 14. nóvember
Ægir Þór Steinarsson – 13 stoðsendingar gegn Keflavík 11. nóvember
Ægir Þór Steinarsson – 12 stoðsendingar gegn Haukum 28. október
Fráköst:
Gerald Robinson – 22 fráköst gegn Tindastól 11. október
Gerald Robinson – 21 frákast gegn ÍR 11. nóvember
Ryan Pettinella – 21 frákast gegn KFÍ 10. október
Framlag:
Pavel Ermolinskij – 49 framlagsstig gegn KFÍ 15. nóvember
Craig Schoen – 48 framlagsstig gegn ÍR 18. október
Semaj Inge – 43 framlagsstig gegn Grindavík 24. október
Stolnir boltar:
Craig Schoen – 9 stolnir gegn ÍR 18. október
Andre Dabney – 7 stolnir gegn Haukum 8. október
Helgi Rafn Viggósson – 7 stolnir gegn Haukum 11. október
Varin skot:
Ragnar Natahanaelsson – 4 varin gegn KFÍ 18. nóvember
Ómar Örn Sævarsson – 4 varin gegn Haukum 24. október
Guðjón Lárusson – 4 varin gegn Tindastól 12. nóvember
Flestar fiskaðar villur:
Hörður Axel Vilhjálmsson – 11 gegn Hamri 24. október
Justin Shouse – 10 gegn KR 7. október
Gerald Robinson – 9 gegn Grindavík 24. október
Búið að setja markið ansi hátt í hinum ýmsu tölfræðiþáttum en það er nóg eftir af leiktíðinni og eiga þessar tölur og nöfn væntanlega eftir að taka einhverjum breytingum þegar á líður en allt þetta og svo miklu miklu meira má finna í Live Stat Basket Hotel kerfinu á heimasíðu Körfuknattleikssambands Íslands.
Næsta umferði – 8. umferð í Iceland Express deild karla
21. nóvember kl. 19:15
Stjarnan-ÍR
KR-Tindastóll
Haukar-Snæfell
22. nóvember kl. 19:15
Hamar-Grindavík
Fjölnir-KFÍ
Keflavík-Njarðvík
Ljósmynd/ Tomasz Kolodzijeksi – Nonni Mæju og meistarar Snæfells eru í góðum gír þessi misserin.