Búið er að draga í töfluröð í Iceland Express-deild karla. Lið Íslandsmeistara KR hefur leik á heimavelli gegn Þór Þorlákshöfn. Þórsarar eru nýliðar í deildinni og mæta þeir því á gamla heimavöll þjálfara síns Benedikts Guðmundssonar. www.kki.is greinir frá.
Valsmenn sem einnig eru nýliðar hefja tímabilið á heimavelli gegn Njarðvík og nágrannarnir í Grindavík og Keflavík etja kappi í Grindavík.
Fyrsta umferð:
Grindavík-Keflavík
KR-Þór Þ.
Fjölnir-ÍR
Tindastóll-Stjarnan
Valur-Njarðvík
Haukar-Snæfell
Önnur umferð:
Keflavík-Tindastóll
Fjölnir-Grindavík
ÍR-Þór Þ.
Stjarnan-Valur
Snæfell-KR
Njarðvík-Haukar
Mynd/ Meistarar KR fá heimaleik í fyrstu umferð.