spot_img
HomeFréttirMeistarar Keflavíkur mæta Grindavík í fyrstu umferð

Meistarar Keflavíkur mæta Grindavík í fyrstu umferð

 
Íslandsmeistararnir hefja tímabilið á útivelli Búið er að draga í töfluröð fyrir Iceland Express-deild kvenna á næstu leiktíð. Íslandsmeistararnir úr Keflavík hefja tímabilið á því að fara til nágranna sinna í Grindaví og nýliðar Vals fá heimaleik gegn Snæfelli. www.kki.is greinir frá.
Silfurlið síðasta tímabils, Njarðvík, fara stutta ferð á Reykjanesbrautinni og skella sér í Hafnarfjörð og etja kappi við Hauka.
Á síðasta körfuknattleiksþingi var fyrirkomulaginu breytt í IE-deild kvenna á þá leið að A og B-riðlar voru aflagðir og í staðinn verða öll liðin í einni deild frá upphafi til enda. Leiknar verða fjórar umferðir sem þýðir að umferðirnar eru í heildina 28.
Fyrsta umferð:
Grindavík-Keflavík
Valur-Snæfell
Haukar-Njarðvík
KR-Hamar
Önnur umferð:
Snæfell-Haukar
Grindavík-Valur
Njarðvík-KR
Keflavík-Hamar
 
 
Mynd/ Íslandsmeistarar Keflavíkur hefja leik á útivelli gegn Grindavík.
Fréttir
- Auglýsing -