spot_img
HomeFréttirMeistarar Boston vilja McDyess

Meistarar Boston vilja McDyess

17:37

{mosimage}

Fjölmiðlar vestanhafs greina frá því í dag að Boston Celtics gætu falast eftir starfskröftum Antonio McDyess sem fór nýlega til Denver í Allen Iverson skiptunum. McDyess á sér enga framtíð í Denver og ætla forráðamenn félagsins að losa sig við hann.

Er þá talið að hann fari aftur til Detroit en hann má ekki semja við þá á ný fyrr en 30 dögum eftir að honum var skipt þaðan.

McDyess er talinn vera afar fúll yfir því að vera skipt upphaflega og gæti því hugsað sér að fara til Boston en meistararnir haft augun opin fyrir staðgengli P.J. Brown sem hann lagði skóna á hilluna á ný að loknu síðasta tímabili.

Antonio McDyess er einn af reyndari leikmönnum deildarinnar og gæti því verið fullkomin viðbót við meistaralið Boston.

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -