spot_img
HomeFréttirMeiðsli Markkanen ekki alvarleg

Meiðsli Markkanen ekki alvarleg

Slóvenía vann Finnland með þremur stigum í gær í A-riðli Eurobasket 2017 eftir algjöran háspennuleik. Þegar þrjár sekúndur voru eftir gat Finnland jafnað leikinn með þriggja stiga körfu en Lauuri Markkanen fékk boltann en tókst ekki að skjóta yfir Anthony Randolph. 

 

Skærasta stjarna Finnlands Laauri Markkanen leikmaður Chicago Bulls lennti hinsvegar illa eftir samskipti sín við Randolph og virtist meiðast við það. Hann var studdur af velli af liðsfélögum sínum og litu meiðslin því út fyrir að vera nokkur. 

 

Samkvæmt finnskum miðlum eru meiðsli Lauuri hinsvegar ekki alvarleg en hann labbaði sjálfur útí liðsrútu eftir leikinn óstuddur. Þjálfari Finnlands sagði eftir leik að hann hefði ekki séð nein teljandi meiðsli hjá Markkanen eftir leik. „Hann fékk högg en ég er ekki læknir. Það er hluti af leiknum og ég sá engin meiðsli.“ sagði Dettmann þjálfari Finnlands. 

 

Finnland mætir Póllandi í A-riðlinum kl 17:00 á Íslenskum tíma. Gert er ráð fyrir að Markkanen spili með í leiknum en Finnland og Ísland mætast á miðvikudaginn og því ljóst að Lauuri fær að kljást við íslenska liðið. 

 

Fréttir
- Auglýsing -