11:32:50
Fjölmörg lið í NBA eiga nú í vandræðum vegna meiðsla lykilmanna og er Devin Harris, annar af helstu stjörnum New Jersey Nets, einn af þeim. Hann hefur verið settur á meiðslalistann um óákveðinn tíma eftir að hafa meiðst á öxl eftir harkalegt brot Marcus Camby í leik New Jersey og LA Clippers. Meiðsli Harris, sem er einn af efnilegustu leikstjórnendum deildarinnar, eru óljós, en hann verður allavegana frá næstu vikuna og mögulega lengur, sem er mikið áfall fyrir Nets sem berjast um síðasta Austurdeildarsætið í úrslitakepnninni.
Dallas Mavericks vona að Josh Howard verði kominn aftur í tæka tíð fyrir úrslitakeppnina, það er að segja ef þeir ná að halda í 8. sætið í vestrinu.
Hjá Detroit Pistons eru Allen Iverson og Rip Hamilton frá og hjá Indiana er Mike Dunleavy enn og aftur kominn á sjúkralista um óákveðinn tíma þó jákvæðu fréttirnar hjá þeim séu þær að Danny Granger er kominn aftur eftir nokkurra vikna fjarveru.
Hvað stórliðin varðar er skyttan Wally Szerbiak hjá Cleveland Cavaliers meiddur á hné og gæti verið frá í þrjár vikur. Þá bættist Ray Allen við meiðslalistann hjá Boston þar sem Kevin Garnett var fyrir og munar um minna. Tim Duncan og Manu Ginobili eru frá hjá San Antonio, Duncan er með minniháttar meiðsli og gæti leikið í næsta leik, en Ginobili verður frá næstu 1 eða 2 vikur hið minnsta.
Garnett hefur misst af 13 leikjum og gæti misst af enn fleirum þar sem talið líklegt að hann verði sennilega ekki með fyrr en eftir helgi, mögulega þó á laugardag þar sem varamaður hans, Leon Powe, er einnig frá. Ray Allen missti af síðsta leik, en meiðsli hans eru talin minniháttar.
Hjá Lakers eru menn vongóðir um að Andrew Bynum nái nokkrum leikjum fyrir úrslitakeppnina, en hann sagði í viðtali í vikunni að honum liði vel og hann fer sennilega að æfa almennar æfingar á morgun. Hann vonast til að verða í leikformi fyrir miðjan apríl, þegar úrslitakeppnin hefst.
ÞJ