KR gerði góða ferð í Stykkishólm í dag þegar liðið lagði Snæfell 64-72 í Domino´s deild kvenna. Shannon McCallum skoraði 45 stig og tók 11 fráköst í liði KR! Hjá Snæfell var Alda Leif Jónsdóttir með 20 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar.
Með sigrinum tókst KR að minnka mun Snæfells niður í 6 stig en Hólmarar eru sem fyrr í 2. sæti en KR í 3. sæti.