spot_img
HomeFréttirMatthias Orri fær lausn undan KR

Matthias Orri fær lausn undan KR

Matthías Orri Sigurðsson og stjórn kkd. KR hafa komist að samkomulagi um að rifta leikmannasamningi Matthíasar við KR og leyfa honum að ganga til liðs við ÍR. Þetta kemur fram á Facebook-síðu þeirra KR-inga sem og í yfirlýsingu sem send var frá klúbbnum.
 
Í yfirlýsingunni segir einnig:
 
„Matthías er ungur og efnilegur leikmaður, sem á framtíðina fyrir sér, og kaus að leita sér tækifæri hjá nýju liði þar sem samkeppni um spilatíma í bakvarðarstöðunni verður mikil hjá KR í vetur. Við óskum Matta alls hins besta og munum bjóða hann velkominn heim í KR.“
 
Eins og áður hefur komið fram samdi KR nýverið við Pavel Ermolinski og því ljóst að mínútum Matthíasar sem gegnir stöðu leikstjórnanda fækkaði þar verulega. Í Hertz-Hellinum verður von á mun fleiri mínútum fyrir Matthías sem líkast til mun ganga inn í stórt hlutverk hjá Örvari Kristjánssyni nýráðnum þjálfara ÍR-inga.
  
Mynd/ Frá því fyrr í sumar þegar Matthías samdi við KR.
Fréttir
- Auglýsing -