spot_img
HomeFréttirMaryland með sýningu í æfingaleik

Maryland með sýningu í æfingaleik

 
Haukur Helgi Pálsson og félagar í bandaríska háskólanum Maryland léku sinn fyrsta og eina æfingaleik á tímabilinu í gær. Haukur Helgi nýtti tímann sinn vel og skoraði 8 stig í 106-58 stórsigri liðsins.
Haukur lék 12 mínútur í leiknum og skoraði 8 stig, hann setti niður báða þristana sína í leiknum og var reyndar eini leikmaður liðsins sem tók tvö þriggja stiga skot! Haukur var einnig með 5 fráköst, 1 varið skot og 1 stolinn bolta.
 
Í stöðunni 15-15 sprakk lið Maryland út og breytti stöðunni í 60-22, eftirleikurinn var auðveldur eins og gefur að skilja.
 
Næst á dagskrá hjá Maryland er 2K Sports Classic mótið en þar leikur Maryland þrjá leiki, þann fyrsta 8. nóvember gegn Seattle University.
 
Hér má nálgast rúmlega þriggja mínútna myndband frá leiknum þar sem Haukur sést m.a. smella niður einum af þristunum sínum.
 
Ljósmynd/ Haukur í leiknum gegn Flórídaskólanum
 
Fréttir
- Auglýsing -