spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Martin verður með Íslandi í lokaleikjunum mikilvægu ,,Mikil tilhlökkun í mér"

Martin verður með Íslandi í lokaleikjunum mikilvægu ,,Mikil tilhlökkun í mér”

Íslenska landsliðið er komið til Þýskalands þar sem það mun æfa næstu daga fyrir síðustu tvo leiki undankeppni EuroBasket 2025.

Fyrri leikur liðsins er gegn Ungverjalandi úti á fimmtudag áður en þeir loka undankeppninni með viðureign gegn Tyrklandi heima í Laugardalshöll komandi sunnudag.

13 leikmanna hópur Íslands fyrir lokaleiki undankeppni EuroBasket

Líkt og venja er hjá liðinu æfir það saman í nokkra daga fyrir leiki sem eru í landsleikjahléum innan tímabilsins líkt og nú, en í þetta skiptið mun liðið nýta sér aðstöðu EuroLeague liðsins Alba Berlin í Þýskalandi þessa daga fram að leik.

Einn að lykilleikmönnum Íslands Martin Hermannsson er fyrirliði Berlínarliðsins, en Karfan tók hann tali á fyrstu æfingu liðsins í æfingahúsinu í dag. Martin hefur ekki verið með liðinu í síðustu leikjum vegna meiðsla, en hann er að sögn spenntur að komast af stað með þeim og taka þátt í þessum tveimur gífurlega mikilvægu lokaleikjum liðsins í undankeppninni.

Þá sagði Martin tilfinninguna vera eilítið sérstaka að fá liðið á sinn heimavöll til þess að æfa, en hann sá þó nokkra augljósa kosti við það, ekki sístan þann að geta verið með góðum vini sínum Elvari Már Friðrikssyni í heimaborg sinni, en Elvar sagði hann aldrei hafa komið til þýsku höfuðborgarinnar áður.

Enn frekar sagði Martin sitt verkefni vera að finna hvernig hann kæmi inn í liðið aftur. Þeir hafi verið að spila frábærlega og hann þyrfti að sjá hvernig hann gæti gert þá ennþá betri. Þá sagðist Martin hafa verið að eiga við meiðsli síðustu vikur, en að hann væri að verða góður af þeim og gerði ráð fyrir að geta beitt sér í leikjunum mikilvægu.

Hérna er heimasíða mótsins

Fréttir
- Auglýsing -