spot_img
HomeFréttirMartin valinn næst besti leikmaður deildarinnar

Martin valinn næst besti leikmaður deildarinnar

 

Martin Hermannsson, leikmaður Charleville, var í kvöld valinn í lið ársins í frönsku Pro B deildinni, en það er sú næst sterkasta í Frakklandi. Ekki munaði miklu að Martin yrði einnig valinn vermætasti leikmaður deildarinnar, en hann varð annar í kjörinu á eftir leikmanni JL Bourg Basket, Zachary Peacock. Martin átt stórgott fyrsta tímabil í atvinnumennskunni, er stigahæsti leikmaður deildarinnar með 18 stig og 6 stoðsendingar að meðaltali í leik.

 

 

Fréttir
- Auglýsing -