spot_img
HomeÚti í heimiEuroleagueMartin stoðsendingahæstur í Euroleague eftir fyrstu umferð

Martin stoðsendingahæstur í Euroleague eftir fyrstu umferð

Martin Hermannsson hóf leik í sterkustu deild evrópu, Euroleague í vikunni þegar lið hans Alba Berlín mætti rússneska liðinu Zenit Pétursborg.

Alba vann öruggan sigur í leiknum 85-65 þar sem Martin fór fyrir sínum mönnum. Þar endaði hann með 7 stig og 9 fráköst á þeim nærri 24 mínútum sem hann lék með Alba. Það helsta úr leiknum má finna hér að neðan:

Finnur Freyr Stefánsson þjálfari Horsens í Danmörku og fyrrum þjálfari KR benti á þá staðreynd á Twitter að Martin væri stoðsendingahæstur í deildinni eftir þessa fyrstu umferð. Hvort Martin nái að halda efsta sætinu verður að koma í ljós en frábært er að sjá Martin standa sig á stóra sviðinu.

Fréttir
- Auglýsing -