spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Martin segist vilja spila alla leiki undankeppninnar "Alveg kominn með nóg að...

Martin segist vilja spila alla leiki undankeppninnar “Alveg kominn með nóg að sitja heima og horfa á þetta”

Tyrkland hafði betur gegn Íslandi í Istanbúl í öðrum leik liðanna í undankeppni EuroBasket 2025, 76-75. Eftir leikinn eru liðin jöfn að sigrum, með eitt hvor, en í fyrri leik þessa fyrsta glugga lagði Ísland lið Ungverjalands og Tyrkland tapaði á Ítalíu.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Martin Hermannsson leikmann Íslands eftir leik í Istanbúl. Martin átti flottan leik þrátt fyrir að hafa verið flautaður af vellinum þegar um fimm mínútur voru til leiksloka, skilaði 15 stigum, 6 fráköstum og 4 stoðsendingum á tæpum 29 mínútum spiluðum.

Fréttir
- Auglýsing -