spot_img
HomeÚti í heimiEuroleagueMartin ósungin hetja Alba sem hefur leik í átta liða úrslitum EuroCup...

Martin ósungin hetja Alba sem hefur leik í átta liða úrslitum EuroCup í kvöld

Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín leika gríðarlega stóran leik í kvöld þegar liðið leikur fyrsta leikinn í átta liða úrslitum EuroCup. Liðið mætir þar stórliði Unicaja Malaga sem sigruðu EuroCup fyrir tveimur árum.

Heimasíða EuroCup hitar upp fyrir leikinn þar sem farið er yfir leið Alba að átta liða úrslitunum. Þar er Martin sérstaklega nefndur sem ósungin hetja Alba liðsins. Þar segir:

„Bakvörðurinn Martin Hermannsson hefur verið frábær samhliða þeim Peyton Siva og Stefano Pena fyrir utan teiginn allt tímabilið. Báðir leikstjórnendurnir hafa misst út vegna meiðsla en eiginleiki hins 24 ára Martins til að baka yfir leikstjórnendahlutverkið sjálfur hefur skilið liðið eftir í öruggum höndum. Ungi bakvörðurinn frá Íslandi misstu út fjóra leiki á tímabilinu vegna meiðsla en skilaði sínu bæði fyrir og eftir ökkla meiðslin. Með 13,7 stig að meðaltali í leik og 50% skotnýtingu fyrir utan auk 4,5 stoðsendinga, 1,8 frákasta og 1,1 stolna bolta í leik. Hermannsson hefur verið einn af lyklunum að árangri Alba á tímabilinu.“

Fyrsti leikur liðanna fer fram í kvöld kl 19:00 að íslenskum tíma en sigra þarf tvo leiki til að komast í undanúrslitin. Hægt er að kaupa aðgang að úrslitakeppninni í EuroCup fyrir einungis sjö evrur hér.  Þar með er hægt að fylgjast með Martin í þessari frábæru keppni á einu hæsta leveli í evrópskum körfubolta.

Nánar má lesa upphitun Euroleague fyrir einvígið hér. 

Fréttir
- Auglýsing -