spot_img
HomeFréttirMartin og Haukur Helgi fara vel af stað í Frakklandi

Martin og Haukur Helgi fara vel af stað í Frakklandi

Haukur Helgi Pálsson og Martin Hermannsson halda áfram að gera það gott í Pro-B deildinni á Frakklandi. Önnur umferð deildarinnar fór fram um helgina og eru þeir félagar í stórum hlutverkum í sínum liðum.

 

Haukur Helgi Pálsson og félagar í Rouen töpuðu gegn Lille í spennuleik þar sem úrslitin réðust á síðustu metrunum. Haukur var besti maður síns liðs með 18 stig og 5 stoðsendingar á 31 mínútu.

 

Rouen vann fyrsta leik sinn á tímabilinu og er því í níunda sæti deildarinnar eftir tvo leiki. Fyrri leikurinn vannst með sex stigum og var Haukur Helgi með átta stig, fimm stoðsendingar og fimm fráköst.

 

Charleville-Méziéres með Martin Hermannsson í broddi fylkingar vann svo sannfærandi sigur á Blois í gærkvöldi þar sem Martin var að vana í byrjunarliðinu og í stóru hlutverki hjá Charleville.

 

Martin enadði með sautján stig, sex fráköst og þrjár stoðsendingar á þrjátíu mínútum. Charleville hefur unnið báða leiki sína í deildinni og er því í öðru sæti deildarinnar eftir tvo leiki. Martin var með 26 stig í fyrsta leik liðsins.

 

Mynd / David Henrto

Fréttir
- Auglýsing -