spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaMartin kláraði Rytas - 17 stig í röð í seinni hálfleik

Martin kláraði Rytas – 17 stig í röð í seinni hálfleik

Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín unnu mikilvægan sigur á Rytas Vilinius í EuroCup fyrr í kvöld.

Martin átti hreint út sagt magnaðan leik í kvöld. Hann endaði með 25 stig og þrjár stoðsendingar, þar af sex þriggja stiga körfur. Leikstjórnandinn knái setti 17 stig í röð fyrir Alba í þriðja leikhluta sem var lykilatriði í endurkomu liðsins.

Rytas náði 21 stigs forystu í fyrri hálfleik en Alba sneri leiknum við á ótrúlegan hátt með okkar mann fremstan í flokki. Þegar rúm sekúnda var eftir af leiknum og Rytas var einu stigi yfir fiskaði Martin þrjú vítaskot. Skotin setti hann öll ofan í og vann þar með leikinn fyrir Alba Berlín.

Lokastaðan 87-85 fyrir Alba sem er þar með komið uppí efsta sæti E-riðils í millriðlum EuroCup og eru þar með í góðri stöðu með að komast uppúr riðlinum í úrslitakeppnina.

Fréttir
- Auglýsing -