spot_img
HomeÚti í heimiEuroleagueMartin fer aftur undir hnífinn

Martin fer aftur undir hnífinn

Samkvæmt miðlum ytra verður Martin Hermannsson frá í nokkurn tíma þar sem hann þarf að gangast undir aðgerð á nýjan leik.

Martin var mættur aftur á völlinn í mars eftir krossbandaslit sem hélt honum frá parketinu í nærri ár. Því miður virðist hafa komið bakslag í meiðslin hans þar sem eymsli í hnéi gerðu vart við sig og komu í veg fyrir að hann gæti æft.

Landsliðsmaðurinn þarf að láta fjarlægja lausan vef af vinstra hnéi hans vegna þessara fyrri meiðsla.

Óljóst er hversu lengi hann verður frá vegna þessara meiðsla en við vonumst til þess að sjá hann sem fyrst á vellinum.

Fréttir
- Auglýsing -