spot_img
HomeÚti í heimiEuroleagueMartin aftur í hóp hjá Valencia

Martin aftur í hóp hjá Valencia

Þau gleðitíðindi bárust í dag úr herbúðum spænska körfuboltafélagsins Valencia að Martin Hermannsson, landsliðsmaður, verður í leikmannahópi liðsins í kvöld þegar liðið mætir Real Madrid í Euroleague í kvöld.

Frá þessu er greint á twittersíðu félagsins.

Martin sleit krossbönd í apríl á síðasta ári og hefur ekki komið við sögu í leikjum Valencia síðan.

Fréttir
- Auglýsing -