spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaMarshall Nelson mun fylla skarð Dags hjá Grindavík

Marshall Nelson mun fylla skarð Dags hjá Grindavík

Grindavík hefur samið við Marshall Nelson um að leika með liðinu á yfirstandandi tímabili í Dominos deild karla.

Nelson er 27 ára gamall bakvörður sem lék fyrir Jamtland í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili, , en þar skilaði hann 8 stigum að meðaltali í leik. Samkvæmt félaginu er leikmaðurinn frá Ástralíu, en þar sem hann hefur einnig belgískt ríkisfang, mun hann leika sem evrópskur leikmaður í deildinni.

Kemur Nelson til með að fylla skarð Dags Kár Jónssonar, sem er samkvæmt heimildum frá vegna meiðsla næstu leikina.

Fréttir
- Auglýsing -