Snæfell frá Stykkishólmi hafa ráðið leikstjórnandann Marquis Sheldon Hall og mun hann leika með þeim gegn ÍR-ingum annað kvöld í Seljaskóla þegar liðin mætast klukkan 19:15 í Iceland Express deild karla. www.snaefell.is greinir frá.
Marquis er um 180 cm og lék hann með LeHigh háskólanum í Bandaríkjunum. Marquis lék á síðasta tímabili með Aalborg Vikings í dönsku deildinni þar sem hann þótti standa sig gríðarlega vel og var eftirsóttur.