spot_img
HomeFréttirMarquis Sheldon Hall genginn til liðs við Snæfell

Marquis Sheldon Hall genginn til liðs við Snæfell

 
Snæfell frá Stykkishólmi hafa ráðið leikstjórnandann Marquis Sheldon Hall og mun hann leika með þeim gegn ÍR-ingum annað kvöld í Seljaskóla þegar liðin mætast klukkan 19:15 í Iceland Express deild karla. www.snaefell.is greinir frá.
Marquis er um 180 cm og lék hann með LeHigh háskólanum í Bandaríkjunum. Marquis lék á síðasta tímabili með Aalborg Vikings í dönsku deildinni þar sem hann þótti standa sig gríðarlega vel og var eftirsóttur.
 
Fréttir
- Auglýsing -