spot_img
HomeFréttirMarlow í tímabundið hlé af persónulegum ástæðum

Marlow í tímabundið hlé af persónulegum ástæðum

Bandaríski leikmaðurinn Kieraah Marlow verður ekki með Snæfell í næsta leik en hún fer í tímabundið leyfi af persónulegum ástæðum. Þetta staðfesti Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells við Karfan.is í dag.
Hólmarar verða því án erlends leikmanns á miðvikudag þegar þeir mæta Haukum í Schenkerhöllinni í Hafnarfirði. Snæfell er á toppi deildarinnar með tvo sigra rétt eins og Keflavík en róðurinn án Marlow gæti orðið ansi þungur enda magnaður leikmaður þar á ferð sem hefur gert 20 stig að jafnaði í leik, tekið 12 fráköst og gefið 5,5 stoðsendingar.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -