Lið Philadelphia 76ers valdi rétt í þessu bakvörð Washington háskólans, Makelle Fultz, fyrstan í nýliðavali NBA deildarinnar. Fultz lék aðeins eitt ár í háskólaboltanum, en á því ári skilaði kappinn 23 stigum, 6 fráköstum og 6 stoðsendingum að meðaltali í leik. Ljóst er að hann er að koma inn í mjög ungt, en efnilegt lið 76ers. Þar sem að spennandi verður að sjá hvernig hann á eftir að passa inn í liðið með þeim Ben Simmons, Dario Saric og Joel Embiid.
Brot af því besta frá ári hans með Washington: