07:00
{mosimage}
(Spennandi helgi framundan á Ásvöllum)
Stelpubúðir Helenu Sverrisdóttur og Maríu Ben Erlingsdóttur hefjast á föstudag og standa yfir alla helgina. Karfan.is setti sig í samband við stelpurnar sem eru spenntar að búðirnar séu að fara hefjast.
Búðirnar eru fyrir stelpur á aldrinum 10-15 ára.
Hvernig hefur skráning gengið?
Skráning hefur gengið ágætlega, það er enn pláss fyrir stelpur og hvetjum við allar til að skrá sig.
Lofið þið skemmtilegri helgi?
Já, við lofum því. Við höfum fulla trú á því að þetta verði mjög skemmtileg upplifun fyrir stelpurnar, og í allri skipulagningu pössuðum við uppá að hafa eitthvað sem allir gætu fundið skemmtilegt og nóg er nú dagskráin yfir þessa þrjá daga.
Okkur langar að fá sem flestar stelpur til að koma í þessar búðir hjá okkur. Það hefur farið mikill tími í undirbúning, og við höfum fengið góða hjálp frá góðu fólki. Núna fer að styttast í þetta og við erum orðnar ansi spenntur. Kannski hægt að orða þetta þannig að litli draumurinn er að verða að veruleika, og vonandi tekst þetta vel svo við gætum gert þetta að árlegum viðburði. Okkur finnst alveg rosalega gaman að sjá ungar og áhugasamar stelpur í körfu og við trúum því að við getum gert mikið til að hjálpa þessum ungu stelpum.
[email protected]
Mynd: [email protected]