spot_img
HomeFréttirMaría og félagar lágu í æfingaleik

María og félagar lágu í æfingaleik

 
Háskólaboltinn fer brátt að rúlla af stað hjá þeim vinkonum Helenu Sverrisdóttur og Maríu Ben Erlingsdóttur. María leikur með UTPA skólaliðinu sem mætti Texas A&M Kingsville þann 29. október síðastliðinn og mátti UTPA sætta sig við 58-67 ósigur á heimavelli.
María var í byrjunarliðinu og hefur augljóslega unnið sig aftur inn í liðið en á síðasta tímabili var hún sett út af sakramentinu þar sem þjálfari liðsins hafði horn í síðu hennar. María skoraði 4 stig í leiknum um daginn á þeim 18 mínútum sem hún leik en hún tók líka 1 frákast og var með 1 stoðsendingu.
 
Fréttir
- Auglýsing -