spot_img
HomeFréttirMaría með heiðurstilnefningu frá GWC

María með heiðurstilnefningu frá GWC

 
María Ben Erlingsdóttir fékk á dögunum heiðurstilnefningu í Great West Conference riðlinum í bandaríska háskólakörfuboltanum. María hefur leikið síðustu þrjú tímabil með UTPA skólanum í Texas og er nú á sínu fjórða og síðasta ári með liðinu. Heiðurstilnefninguna fékk María í spá og kynningu fyrir keppni í Great West riðlinum.
Á dögunum var úrvalslið riðilsins valið og liðsfélagi Maríu, Bianca Torre, var valin í úrvalsliðið og fékk María heiðursntilnefningu í kjölfarið. Tímabilið hefst hjá Maríu og UTPA um helgina, nánar tiltekið laugardaginn 13. nóvember þegar liðið mætir Our Lady of the Lake.
 
Fréttir
- Auglýsing -