Körfuknattleiksdeild Vals hefur samið við Maríu Ben Erlingsdóttur til næstu tveggja ára. María er að koma heim frá Bandaríkjunum þar sem hún hefur leikið í bandaríska háskólaboltanum síðastliðin fjögur ár með liði UT Pan American Háskólans í Texas. Frá þessu er grein í fréttatilkynningu sem Valsmenn sendu frá sér.
María er uppalin í Keflavík og varð m.a. Íslandsmeistari með þeim árið 2005. Hún er reynslumikill miðherji sem hefur t.a.m. spilað í öllum yngri landsliðum Íslands og hefur hún verið byrjunarliðsleikmaður í A-landsliði Íslands. María lék síðast hér á landi tímabilið 2006-2007 og skoraði þá að meðaltali 17,2 stig í leik.
Mynd/ María í leik með UTPA í bandaríska háskólaboltanum.