spot_img
HomeFréttirMaría Ben til liðs við Valskonur

María Ben til liðs við Valskonur

 
Körfuknattleiksdeild Vals hefur samið við Maríu Ben Erlingsdóttur til næstu tveggja ára. María er að koma heim frá Bandaríkjunum þar sem hún hefur leikið í bandaríska háskólaboltanum síðastliðin fjögur ár með liði UT Pan American Háskólans í Texas. Frá þessu er grein í fréttatilkynningu sem Valsmenn sendu frá sér.
María er uppalin í Keflavík og varð m.a. Íslandsmeistari með þeim árið 2005. Hún er reynslumikill miðherji sem hefur t.a.m. spilað í öllum yngri landsliðum Íslands og hefur hún verið byrjunarliðsleikmaður í A-landsliði Íslands. María lék síðast hér á landi tímabilið 2006-2007 og skoraði þá að meðaltali 17,2 stig í leik.
 
Mynd/ María í leik með UTPA í bandaríska háskólaboltanum.
Fréttir
- Auglýsing -