spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaMargrét: Það er mikill áhugi til staðar og ég ætla að nýta...

Margrét: Það er mikill áhugi til staðar og ég ætla að nýta hann til góðra verka

Stjarnan greindi frá því fyrr í kvöld að Margrét Sturlaugsdóttir hafi verið ráðin til þess að taka við kvennaliði félagsins og yfirsjá þá stefnu félagsins að byggja upp meistaraflokk sem væri að mestu skipaður uppöldum leikmönnum þess.

Í samtali við Körfuna sagðist Margéti lítast vel á nýja starfið. Þar væri á ferðinni flottur klúbbur með bæði stórglæsilega aðstöðu og marga góða þjálfara. Þá sagði hún enn frekar að henni þætti alltaf skemmtilegt að vera á meðal þeirra sem hefðu mikinn metnað og að Stjarnan hefði allt til alls.

Líkt og kom fram nú síðasta vor dróg Stjarnan lið sitt úr keppni í Dominos deild kvenna. Það gerði félagið eftir að hafa endað í þriðja sæti deildarkeppninnar og í fyrsta skiptið leikið til úrslita í bikarkeppninni. Samkvæmt yfirlýsingu félagsins frá þeim tíma var ástæðan sú að á skömmu tímabili eftir mót, misstu þær fjóra af fimm byrjunarliðsleikmönnum sínum. Samkvæmt sömu yfirlýsingu ætlaði félagið með því að fara aðra leið en ná í nýja leikmenn annarsstaðar af og byggja sjálft upp lið sem “innan fárra ára” gæti spilað í úrvalsdeildinni á nýjan leik.

Fréttir dagsins er því ekki hægt að skilja á annan hátt en að þar verði Margrét í einu af lykilhlutverkunum. Aðspurð um þá uppbyggingu sem framundan er hjá félaginu sagði hún að hjá Stjörnunni væru að koma upp flottir hópar, þó enn væri eitthvað í að stærri hópar kæmu upp og að eitt af hennar verkefnum væri að brúa bilið, byggja upp og gefa heimaleikmönnum tækifæri. Enn frekar sagðist hún bæta í leikmannahópinn þeim stelpum sem hefðu áhuga og metnað í að spila sig upp. Þannig myndi lið Stjörnunnar komast aftur í fremstu röð.

“Markmiðið er að ná að mynda grunn af leikmannahóp sem helst í Stjörnunni þ.e.a.s heimastelpum og bæta svo utan á það með tíð og tíma. Að sjálfsögðu þurfum við að sækja stelpur annarsstaðar líka en það eru alltaf einhverjar sem eru að flytja í bæinn vegna skóla og vinnu svo vonandi líta þær til okkar líka.”

“Meginmarkmið er að byggja upp grunn af leikmönnum sem tengist félaginu og virkja foreldra og samfélagið í kringum stelpurnar. Ég finn að það er mikill áhugi til staðar og ég ætla að nýta hann til góðra verka” sagði Margrét

Fréttir
- Auglýsing -