spot_img
HomeFréttirMalaga hefndi ófara fyrri umferðar - Video

Malaga hefndi ófara fyrri umferðar – Video

 Unicaja Malaga sigraði í kvöld FIATC Joventut 81:77 og hefndu þar með fyrir ósigur gegn liðinu í fyrri umferðinni þar sem Joventut hafði betur.  En sigur þessi var ekki þrautalaus því þrátt fyrir að ganga til hálfleiks með 10 stiga forskot varð þriðji fjórðungur þeim afar erfiður en þar skoruðu Malaga aðeins 8 stig gegn 22 frá gestunum.  En Jón Arnór og félagar spíttu í lófana í síðasta fjórðung og lönduðu sigri.  Jón Arnór spilaði 15 mínútur og skoraði 16 stig hæsta stigaskor liðsins þetta kvöldið.  Malaga heldur því enn toppsæti deildarinnar, einum sigri meira en Real Madrid. 
 
 
 
 

Fréttir
- Auglýsing -