spot_img
HomeFréttirMagnús Már áfram með Keflavík

Magnús Már áfram með Keflavík

 

Framherji Keflavíkur, Magnús Már Trustason, hefur undirritað nýjan tveggja ára samning við félagið samkvæmt fréttatilkynningu frá þeim. Magnús, sem vaxið hefur gríðarlega á síðustu tveimur árum með félaginu, skilaði 13 stigum og 4 fráköstum að meðaltali í þeim 30 leikjum sem hann lék á síðasta tímabili. Það sem kannski þær tölur segja ekki er hversu skilvirkur leikmaður Magnús er, en í þessum 13 stigum er hann að skjóta 58% úr tveggja stiga skotum, 40% úr þriggja stiga skotum og er með 77% vítanýtingu.

 

Það er einnig staðfest í tilkynningunni að allir íslenskir leikmenn liðsins sem léku með þeim á síðasta tímabili verði með þeim aftur á því næsta. Þá höfðu þeir einnig bætt við sig Þresti Leó Jóhannssyni frá Þór á Akureyri fyrir nokkrum vikum.

 

Fréttir
- Auglýsing -