Magnús Þór Gunnarsson er orðinn löglegur og má leika með Njarðvíkingum gegn Keflavík í Iceland Express deild karla í kvöld. Leikheimild Magnúsar datt í gegn nú síðdegis en framan af leiktíð var hann á mála hjá Aabyhoj í dönsku úrvalsdeildinni.
Magnús hefur undanfarið æft með Njarðvíkingum og segist m.a. í viðtali við Vísi vera klár í slaginn. Sjá viðtalið við Magnús á Vísi.