spot_img
HomeFréttirMagnús Guðfinsson: Við stefnum á 4. sætið

Magnús Guðfinsson: Við stefnum á 4. sætið

08:00

{mosimage}
(Magnús Guðfinnsson þjálfari Breiðabliks)

Breiðablik er spáð 5. sæti í Iceland Express-deild kvenna fyrir veturinn. Magnús Guðfinnsson, nýráðinn þjálfari Breiðabliks, sagði í samtali við Karfan.is að hann teldi að lið sitt ætti möguleika á að enda ofar.

„Það hafa orðið miklar breytingar á liðinu hjá okkur fyrir veturinn en við erum með marga nýja leikmenn og nýjan þjálfara. Við verðum með tvo erlenda leikmenn í vetur, Bandaríska stelpu sem heitir Tiara Harris og svo verður Vanja Pericin sem spilaði með KR á síðasta tímabili.” sagði Magnús.

Varðandi möguleika liðs sins á að standa sig í vetur sagði hann að „Hin liðin hafa mikla hefð en ég tel að við eigum raunhæfan möguleika á að ná 4. sætinu og er það stefnan okkar í vetur.”

Breiðablik endaði í 5. sæti í deildinni í fyrra og eru að fara spila annað árið í röð í Iceland Express-deild kvenna.

Mynd: Stebbi@karfan.is

Fréttir
- Auglýsing -