spot_img
HomeFréttirMagnús dæmdur í tveggja leikja bann

Magnús dæmdur í tveggja leikja bann

Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ hefur dæmt Magnús Þór Gunnarsson leikmann Grindavíkur í tveggja leikja bann. Er bannið tilkomið af broti Magnúsar á Brynjari Þór Björnssyni leikmanni KR en liðin áttust við þann 6. nóvember síðastliðinn.
 
 
Grindvíkingarnir Ólafur Ólafsson og Jóhann Árni Ólafsson voru báðir áminntir fyrir háttsemi sína í viðureign Stjörnunnar og Grindavíkur þann 23. október síðastliðinn.
 
Ari Gunnarsson þjálfari Hamars var svo dæmdur í eins leiks bann fyrir háttsemi sína eftir leik Hattar og Hamars á Egilsstöðum þann 7. nóvember síðastliðinn.
 
  
Mynd/ Klippt úr myndbroti KR TV af broti Magnúsar á Brynjari.
Fréttir
- Auglýsing -