spot_img
HomeFréttirMagnús: Ætla mér út í þjálfun

Magnús: Ætla mér út í þjálfun

 

Bakvörðurinn Magnús Þór Gunnarsson greindi frá því í dag að hann ætlaði sér að leggja skóna á hilluna fyrir þetta tímabil eftir 19 ára feril í efstu deild á Íslandi og í Danmörku. Við tókum stöðuna á kappanum og spurðum hann aðeins út í ákvörðunina, hvað væri eftirminnilegast og framtíðina.

 

 

Afhverju hefur þú ákveðið að segja skilið við stóra sviðið?

"Heyrðu ég fann bara fyrir nokkru að þetta væri komið nóg, eins og þú segir þá er ég búinn að vera lengi í þessum bransa og ég hélt að ég gæti ekki sagt skilið við þetta, en það var auðveldara en ég hélt. Það er í raun engin ástæða, bara komið fínt, það er líka asnalegt að vera gaurinn sem gat eitthvað, þá er betra að fólk muni eftir mér sem sæmilegum leikmanni"

 

Líklegast margt eftirminnilegt sem þú hefur gengið í gegnum á ferlinum, hvað er það sem að stendur upp úr?

"Eftirminnilegast hjá mér eru auðvitað titlarnir sem maður vann og sá síðasti sem ég vann er eftirminnilegastur því það er eini titillinn sem ég hef unnið um ævina sem að pabbi minn sá mig ekki vinna. Annars átti ég líka geggjaða flautukörfu á móti KR um árið, hún er mjög eftirminnileg"

 

Langur tími sem þú spilaðir í efstu deild, hvernig finnst þér körfuboltinn hafa þróast á þessum árum?

"Boltinn hefur kannski ekki mikið þróast, en strákarnir í dag eru miklu meiri íþróttamenn í dag og í betra formi, en mér finnst mega líka aðeins vinna í meiri skilning hjá leikmönnum, en þjálfunin er búin að breytast mikið og bara til góða, sem er geggjað"

 

Sjáum við MG10 í einhverju virðulegra hlutverki á næstunni, þjálfun jafnvel?

"Heyrðu já, ég ætla mér út í þjálfun og vonandi vill einhver ráða mig í það starf. Því ég veit að ég get komið frá mér miklu og tíminn leiðir það bara í ljós"

 

Heldur þú að þú eigir eftir að eiga erfitt með að vera ekki í eldlínunni?

"Jú ég væri að ljúga ef ég myndi ekki segja að ég eigi eftir að sakna þess. En það kemur bara eitthvað í staðinn"

 

Verður þú mættur á pallana næsta vetur, ef svo, ert þú hljóðláti stuðningsmaðurinn eða sá sem heyrist mikið í?

"Já ég mun verða á öllum leikjum í Kef allavega. Og ég byrja með læti í úrslitakeppninni, er sultu slakur í deildarkeppninni"

 

Fréttir
- Auglýsing -