15:02
{mosimage}
(Magni í baráttunni gegn Njarðvíkingum)
Snæfell og Grindavík mætast í sínum fjórða leik í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í kvöld kl. 19:15 í Stykkishólmi. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en takist Grindavík að næla sér í sigur mæta þeir KR í úrslitum en ef Snæfell sigrar þarf oddaleik í Röstinni. Karfan.is leit rétt aðeins yfir framlag lykilleikmanna liðanna á tímabilinu og í úrslitakeppninni og þar kom í ljós að Ingvaldur Magni Hafsteinsson hefur bætt sig mest allra af lykilleikmönnum liðanna eða um 3,2 stig í framlagsprósentunni.
Þeir félagar Slobodan Subasic (rekinn frá Snæfell) og Páll Axel Vilbergsson (meiddur) eru ekki með í þessari samantekt sökum fjarveru sinnar. Páll sagði þó í viðtali við Fréttablaðið í dag að loku væri ekki fyrir það skotið að hann yrði með Grindvíkingum í kvöld en Páll hefur verið að glíma við meiðsli undanfarið og hefur enn ekki leikið gegn Snæfell í undanúrslitunum.
Nick Bradford er sá leikmaður Grindavíkur sem bætt hefur sig mest þeirra manna úr Röstinni en hann bætti sig um 2,4 framlagsstig frá deildarkeppninni og inn í úrslitakeppnina. Slíkt hið sama gerði Brenton Birmingham en hann bætti sig um 1,4 framlagsstig en þeir Arnar Freyr Jónsson, Þorleifur Ólafsson, Páll Kristinsson og Helgi Jónas Guðfinnsson lækkuðu sig allir í framlagi milli deildarkeppninnar og úrslitakeppninnar.
Í liði Snæfells er það Ingvaldur Magni Hafsteinsson sem er eini leikmaðurinn sem hefur aukið framlag sitt í úrslitakeppninni. Magni hefur í úrslitakeppninni aukið framlag sitt úr 7,8 framlagsstigum í 11,0 og þar með bætt sig um 3,2 stig. Aðrir lykilleikmenn Snæfells (Hlynur Bæringsson, Sigurður Þorvaldsson, Jón Ó. Jónsson, Lucious Wagner og Atli Rafn Hreinsson) hafa allir lækkað í framlagi.
Sjá framlag lykilleikmanna Snæfells og Grindavíkur í deildarkeppninni og úrslitakeppninni hér að neðan:
UMFG:
Nick Bradford:
Deildarkeppni: 18,2
Úrslitakeppni: 20,6
Aukning: 2,4
Brenton Birmingham:
Deildarkeppni: 19,0
Úrslitakeppni: 20,4
Aukning: 1,4
Arnar Freyr Jónsson:
Deildarkeppni: 14,0
Úrslitakeppni: 12,6
Samdráttur: 1,4
Þorleifur Ólafsson:
Deildarkeppni: 16,0
Úrslitakeppni: 12,6
Samdráttur: 3,4
Páll Kristinsson:
Deildarkeppni: 12,0
Úrslitakeppni: 9,6
Samdráttur: 2,4
Helgi Jónas Guðfinnsson:
Deildarkeppni: 13,2
Úrslitakeppni: 11,8
Samdráttur: 1,4
Snæfell:
Hlynur Bæringsson:
Deildarkeppni: 24,3
Úrslitakeppni: 19,7
Samdráttur: 4,6
Sigurður Þorvaldsson:
Deildarkeppni: 19,2
Úrslitakeppni: 14,8
Samdráttur: 4,4
Ingvaldur Magni Hafsteinsson:
Deildarkeppni: 7,8
Úrslitakeppni: 11,0
Aukning: 3,2
Jón Ólafur Jónsson:
Deildarkeppni: 17,0
Úrslitakeppni: 15,5
Samdráttur: 1,5
Lucious Wagner:
Deildarkeppni: 20,1
Úrslitakeppni: 18,8
Samdráttur: 1,3
Atli Rafn Hreinsson:
Deildarkeppni: 8,2
Úrslitakeppni: 4,3
Samdráttur: 3,9