08:31:42
Orlando Magic lagði meistara Boston Celtics að velli í toppslag Austurdeildarinnar í nótt, 86-79. Boston lék án Kevins Garnett sem fyrr, en hann verður seinnilega frá í einn til tvo leiki í viðbót, en þá vantaði líka Rajon Rondo og Stephon Marbury var ekki að fylla nógu vel í skarðið.
Boston er þó enn í öðru sæti Austurdeildarinnar, tveimur leikjum á undan Orlando.