spot_img
HomeFréttirMagic lagði fáliðaða Celtics

Magic lagði fáliðaða Celtics

08:31:42

Orlando Magic lagði meistara Boston Celtics að velli í toppslag Austurdeildarinnar í nótt, 86-79. Boston lék án Kevins Garnett sem fyrr, en hann verður seinnilega frá í einn til tvo leiki í viðbót, en þá vantaði líka Rajon Rondo og Stephon Marbury var ekki að fylla nógu vel í skarðið.
Boston er þó enn í öðru sæti Austurdeildarinnar, tveimur leikjum á undan Orlando.

Utah vann sinn ellefta sigur í röð í nótt þegar þeir lögðu Toronto Raptors að velli, 109-101. Á meðan töpuðu Denver Nuggets óvænt fyrir botnliði Sacramento og færðust Utah Jazz því upp á topp Norðvestur-riðilsins sem tryggir þriðja sætiði í Vesturdeildinni.
Önnur óvænt úrslit litu dagsins ljós þegar Oklahoma vann heimasigur á Philadelphia. Oklahoma lék án tveggja af sínum bestu mönnum, Kevin Durant og Jeff Green, en það kom ekki að sök því Thabo Sefalosha og Nenad Krstic fóru fyrir liðinu sem hefur komið verulega á óvart í vetur.
Loks má geta þess að San Antonio lagði Phoenix Suns, sem horfir á sætið í úrslitakeppninni færast fjær með hverju tapinu. Tony Parker var með 30 stig fyrir Spurs, en Steve Nash var með 23 stig og 11 stoðsendingar fyrir Suns.
Hér eru úrslit næturinnar:
Utah 109
Toronto 101
 
Orlando 86
Boston 79
 
Phoenix 98
San Antonio 103
 
New York 101
New Jersey 106
 
Memphis 83
Houston 93
 
Philadelphia 74
Oklahoma City 89
 
Denver 106
Sacramento 114
ÞJ
Fréttir
- Auglýsing -