Magnús Þór í umræddum leik gegn Grindvíkingum
Magnús Þór Gunnarsson mun verða í leikbanni í fyrsta leik sínum fyrir Njarðvík í deildinni á fimmtudag. Bannið tekur hann út fyrir að hafa verið rekinn út úr húsi í leik UMFN og UMFG í Powerade bikarnum. Magnús uppskar tvö tæknivíti í leiknum eftir óhóflegan munnsöfnuð. Fyrsti leikur UMFN er gegn nýliðum FSU á fimmtudag.
Maggi Gunn í banni í fyrsta leik mótsins
Fréttir