Miðherjinn ungi Maciek Klimaszewski hefur framlengt samning sinn við FSu og tekur slaginn í Iðu í 1. deildinni á næsta tímabili. Maciek er á nítjánda ári og var á dögunum valinn í U20 ára landslið Íslands sem er á leið til Finnlands á NM.
Á heimasíðu FSu segir:
Maciek Klimaszewski hefur skrifaðu undir framlengingu á samning sínum við FSu og mun hann því spila með liðinu á komandi tímabili. Magic hefur tekið miklum framförum á síðustu leiktímabilum og er ekki við öðru að búast en að það haldi áfram.