Maciej Baginski er Lykil-leikmaður 5. umferðar Dominosdeildar karla en Maciej kom af bekknum fyrir þá Njarðvíkinga í leiknum gegn Tindastól og setti mikilvæg stig í fjarveru Hauk Helga Pálssonar. Maciej setti niður 19 stig af bekknum og hirti 6 fráköst og sendi 3 stoðsendingar í gríðarlega sterkum sigri Njarðvíkinga gegn Tindastól.