Þriðju umferð Domino´s-deildar karla lauk á föstudagskvöld. Í umferðinni vann Þór Þorlákshöfn sinn fyrsta leik og gerðu það með glans þegar Tindastóll kom í heimsókn. Þórsarar kjöldrógu Skagfirðinga 92-66 þar sem Davíð Arnar Ágústsson stóð í ljósum logum.
Davíð setti þristamet tímabilsins til þessa, skellti niður 7 þristum í 8 tilraunum! Davíð var þó ekki einn í heiminum því hann bætti við sig tveimur stoðsendingum og einu frákasti og er Lykil-maður þriðju umferðrar.
2. umferð – Lykil-maðurinn Earl Brown Jr.
1. umferð – Lykil-maðurinn Magnús Bjarki Guðmundsson